Um Meistarfélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði
Markmið félagsins er m.a:
- Að efla samstarf milli aðildarfélaga og gæta hagsmuna þeirra almennt, einkum að því er snertir samskipti við viðskiptavini og starfsmenn.
- Að annast gerð kjarasamninga f.h. aðildarfélaga.
- Að leiðbeina félögum og vera þeim til aðstoðar í öllu því er að gagni má koma og viðkemur atvinnurekstri þeirra.
- Að efla menntun, verkkunnáttu og verkvöndun í byggingariðnaði.
Meistarafélagið er aðili að Samtökum iðnaðarins, Samtökum atvinnulífsins og Menntafélagi byggingariðnaðarins til að markmið þess náist sem best. Sú aðild auk reksturs skrifstofu tryggir félagsmönnum aðgang að öflugu upplýsinganeti og margvíslegri þjónustu.
Helstu atriði í þjónustu MIH eru:
- Félagið er málsvari félagsmanna út á við og gætir hagsmuna þeirra gagnvart opinberum aðilum.
- Rekstur mælingastofu í samvinnu við TR, mælt er fyrir allar iðngreinarnar.
- Aðstoð við félagsmenn við tilboð og samningagerð.
- Fræðsla og kynningarfundir um margvísleg málefni.
- Aðstoð við kostnaðarútreikninga.
- Ráðgjöf við launaútreikninga og launatengd mál.
- Miðlun upplýsinga til félagsmanna t.d. með útgáfu fréttabréfs.
- Ráðgjöf við bókhald, skattamál og uppgjör.
- Milliganga við lausn ágreiningsmála sem félagsmenn og viðskiptaaðilar þeirra kunna að eiga í.
- Slysatrygging, sjúkratrygging og líftrygging í nafni félagsins sem veitir verulegan afslátt af iðgjöldum trygginganna.
- Aðgangur að orlofsíbúð fyrir félagsmenn.