Orlofshús

Meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði (MIH) er eigandi að tveimur orlofshúsum.

Annarsvegar er það glæsilegur sumarbústaður búinn öllum þægindum við Sogið, nánar tiltekið í landi Ásgarðs í Grímsnesi.

Og síðan er það glæsilegt einbýlishús í La Zenia hverfinu á Torreciejasvæðinu eða í Orihuela costa bænum með póstnúmerið 03189 í Alicante héraði á Spáni.

Frá flugvellinum í Alicante tekur ökuferðin í húsið um 40-50 mínútur. Hér er slóð, á googlemaps.com, 37°55'43.8"N 0°44'49.3"W einnig hægt að smella hér.

Nú hefur MIH tekið í notkun sérstaka „bókunarsíðu“, sem bara félagsmenn hafa aðgang að. Á þessari bókunarsíðu eru allar upplýsingar um orlofeignirnar, leiðbeiningarblöð þar með talin. Fyrirkomulagið er að félagsmaður velur þá daga sem hann hefur hugsað sér að leigja og greiðir strax með greiðslukorti.

Ekki er lengur um sérstaka haust, vetrar og sumarleigu að ræða.

Fyrirkomulagið í dag er að á bókunarsíðunni sést hvað er laust á hverjum tíma, ekki er lengur farið eftir sérstökum úthlutunarreglum.

Félagsmenn smella HÉR Á BÓKUNARSÍÐUNA.

Þegar þú smellir á slóðina þá þarft þú að skrá þig með rafrænni innskráningu. Eftir að þú ert kominn inn eru næstu skref auðveld.

Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu félagsins í síma 555-2666, einnig er hægt að senda fyrirspurnir á mih@mmedia.is.