5. STOFNUN MIH OG STOFNFÉLAGAR


Stofnfundur Meistarafélags iðnaðarmanna Hafnarfirði var haldinn 13. janúar 1968 að loknu starfi undirbúningsnefnda sveina og meistara innan Iðnaðarmannafélagsins eins og áður greinir. Fundarefnið var formleg stofnun félagsins, samþykkt laga og kosning stjórnar. Fundurinn var fjölsóttur eins og sést best á stofnfélagaskrá hér að neðan en stofnfélagar Meistarafélags iðnaðarmanna voru eftirtaldir í þeirri röð sem stofnfélagarnir 120 eru skráðir í fundagerðabók félagsins:

Pétur Auðunsson
Sigurður Kristinsson
Hermann Sigurðsson
Þorkell Júlíusson
Hilmar Þorbjörnsson
Hermann Ólafsson
Aðalsteinn Egilsson
Júlíus Júlíusson
Sigurjón Guðmundsson
Sigurbjörn Kristinsson
Bjarni Ólafsson
Gunnar E. Bjarnason
Jón Kr. Jóhannesson
Jónas Hallgrímsson
Sigurður Arnórsson
Gísli Guðmundsson
Jón E. Guðmundsson
Finnbogi Hallsson
Hermann Sigurðsson
Hlöðver Pálsson
Vigfús Sigurðsson
Guðmundur Þorleifsson
Jón Guðmundsson
Guðni Steingrímsson
Guðmundur Lárusson
Bergur Jónsson
Guðjón Davíðsson
Harry Sönderskov
Jón Þorvaldsson
Hjálmar Ingimundarson
Jósef Benediktsson
Aðalsteinn Sigurðsson
Sverrir Þ. Magnússon
Benedikt Kjartansson
Andrés Gunnarsson
Halldór Pálsson
Jóhann G. Ólafsson
Sigurbjörn Ágústsson
Einar Þ. Jónsson
Óli Kristjánsson
Gunnar G. Davíðsson
Stefán Rafn Þórðarson
Þorvaldur Sigurðsson
Kristinn Guðfinnsson
Benedikt Einarsson
Víglundur Guðmunds.
Sigurður Pétursson
Helgi Enoksson
Jóhann D. Baldvinsson
Jóhann Ólafur Jónsson
Ólafur Pálsson
Steinn Tryggvason
Arngrímur Guðjónsson
Þórður Sigurðsson
Kristinn Jóhannsson
Magnús St. Magnússon
Einar S. Elíasson
Guðmundur Jónsson
Ragnar Hjálmarsson
Samúel V. Jónsson
Óskar Ágústsson
Hálfdán H. Þorgeirsson
Steingrímur Benedikts.
Hörður Þórarinsson
Beinteinn Sigurðsson
Ríkharður Magnússon
Egill Jónsson
Ísleifur E. Árnason
Sigurður L. Árnason
Halldór Guðmundsson
Jón Fr. Jónsson
Jón Gunnar Jóhannsson
Hans P.S. Andresson
Sigurjón Jónsson
Sigurður Guðjónsson
Sigurvin Snæbjörnsson
Garðar S. Hannesson
Grétar Sveinsson
Þórður Benediktsson
Guðjón J. Jensson
Jón M. Bjarnason
Jón Einarsson
Knútur Kristjánsson
Sigurbjartur Vilhjálms.
Skúli Bjarnason
Garðar Finnbogason
Tryggvi Ingvarsson
Ingólfur J. Stefánsson
Kristján Jónsson
Einar Sigurðson
Jes Ág. Jónsson
Jóhann Lárusson
Ámundi Eyjólfsson
Þórólfur Þorgrímsson
Gunnlaugur Þorfinnsson
Kristmundur Georgsson
Ing. Þórhallsson
Sigurður Sigurjónsson
Bergur Hjartarson
Garðar Halldórsson
Kristján Sveinsson
Eyþór Júlíusson
Jón Hansson
Sævar Gunnlaugsson
Tryggvi Stefánsson
Björgvin E. Gíslason
Þorvarður Magnússon
Finnbogi S. Guðmundsson
Geir Oddsson
Njáll Haraldsson
Úlfar Haraldsson
Guðbjörn Guðbergsson
Geir Þorsteinsson
Trausti Ó. Lárusson
Bjarni Björnsson
Guðbjartur Benediktsson
Gísli Sveinbergsson
Sigurður Guðlaugsson

Stefán Rafn Þórðarson

Fyrstu stjórn félagsins skipuðu þeir Stefán Rafn Þórðarson, formaður; Jón H. Sveinsson, ritari; Garðar Halldórsson, gjaldkeri, Gísli Guðmundsson, varaformaður og Sigurður Kristinsson, vararitari. Varastjórn skipuðu Jón M. Bjarnason, Guðni Steingrímsson og Kristján Jónsson. Fyrstu stjórnarmenn Meistarafélagsins höfðu öðlast mikilvæga reynslu í félagsstörfum fyrir Iðnaðarmannafélagið um lengri eða skemmri tíma og voru því vel undir það búnir að takast á við fjölbreytileg stjórnarstörf á nýjum og breyttum vettvangi. Kom það sér vel að hafa skólaða forystu í félagsmálum, því mörg brýn úrlausnarefni biðu í hinu breytta landslagi iðnaðarmanna í Hafnarfirði. Ef bornar eru saman stofnfélagaskrár MIH og FBH er athyglisvert að sjá að nokkur nöfn eru á báðum stöðum. Líklega skýrist þetta af því að í röðum iðnaðarmanna hafa ávallt verið svonefndir „einyrkjar“ eða einstaklingar sem starfa einir og hafa ekki starfsmenn á launaskrá og sennilega hafa bæði félög á þessum tíma viljað að þessir iðnaðarmenn væru í þeirra hópi. Um þetta var deilt og FBH deildi á Meistarafélagið fyrir að hafa tekið inn í félag sitt iðnaðarmenn sem væru einfaldlega launamenn og ættu þess vegna klárlega að vera í FBH. Við stofnun MIH voru fulltrúar eftirtalinna iðngreina meðal stofnfélaga: blikksmiðir, dúklagningamenn, húsasmiðir, húsgagnasmiðir, múarar, málarar, pípulagningamenn og rafvirkjar. Við stofnun landssamtaka rafvirkja annars vegar og blikksmiða hins vegar fluttu hafnfirskir rafvirkjar og blikksmiðir þangað. Eins og áður hefur komið fram höfðu hafnfirskir járniðnaðarmenn gengið í reykvísk stéttarfélög áður en til stofnunar MIH og FBH kom.

Allt frá stofnun MIH hefur fjöldi félaga að jafnaði verið á bilinu 120–150 manns og sveiflast lítillega á milli ára en flestir urðu þeir 161 í lok góðærisins svonefnda árið 2007. Á árunum eftir hrun fækkaði á tveimur árum um 17 félaga í MIH. Árlega voru einhverjar hreyfingar á félögum í MIH, sótt var um inngöngu sem stjórn þurfti að samþykkja og mæla með viðkomandi á aðalfundi eða að félagar sögðu sig úr félaginu af einhverjum ástæðum. Á afmælisári MIH eru félagar 144 talsins.

Framkvæmdastjórn Landssambands iðnaðarmanna á 36. Iðnþingi. Þriðji frá vinstri er Ólafur Pálsson og fimmti frá vinstri Sigurður Kristinsson.

Því verður varla í móti mælt að hæfir menn völdust til forystu í MIH í upphafi, sem leiddu og mótuðu starf félagsins á fyrstu starfsárum þess. Á enga er hallað þótt nefndir séu sérstaklega þeir Ólafur Pálsson, Sigurður Kristinsson og Stefán Rafn Þórðarson, sem gegndi formennsku í félaginu með hléum í um 15–20 ára skeið. Ólafur Pálsson var framkvæmdastjóri félagsins í hartnær tvo áratugi og formaður um skeið og enn áður formaður Iðnaðarmannafélagsins. Að auki var Sigurður Kristinsson, stjórnarmaður í MIH á fyrstu árum, ötull forystumaður Landssambands iðnaðarmanna um langa hríð. Allir höfðu þessir menn þjálfast og skólast í félagsstörfum undir merkjum Iðnaðarmannafélags Hafnarfjarðar. Um þetta segir Ólafur Pálsson:

„Sá grunnur sem byggt var á var sú reynsla sem menn höfðu fengið í störfum fyrir Iðnaðar-mannafélagið. Það höfðu allir verið virkir í félagsstörfum þar og öðlast því verulegan félagsþroska. Þeir komu því vel undir búnir til starfa í Meistarafélaginu. Ég held að það hafi gert gæfumuninn.“

Landssamband iðnaðarmanna sem að nokkru varð til upp úr Meistarafélagi byggingarmanna naut
krafta þessara þroskuðu félagsmálamanna úr Meistarafélagi iðnaðarmanna í Hafnarfirði. Sigurður
var þar í forystu um árabil og þeir Stefán Rafn og Ólafur ásamt fleiri félögum úr MIH voru virkir í starfi sambandsins.