22. MERKI MIH


Meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði hafði starfað í aldarfjórðung þegar stjórn félagsins ákvað að merki félagsins yrði gert og tekið í notkun. Sigurbjörn Kristinsson, bílamálari og listmálari, var fenginn til að gera merki félagsins sem var afhjúpað á aðalfundi félagsins árið 1992. Meðfylgjandi mynd er frá þeirri athöfn, en þar eru þáverandi formaður MIH, Sigurður Sigurjónsson og hönnuður merkisins, Sigurbjörn Kristinsson.