20. BYGGINGARDAGAR Í HAFNARFIRÐI
Í því skyni að vekja athygli á byggingariðnaði í Hafnarfirði og umsvifum hafnfirskra iðnmeistara var efnt til svonefndra byggingardaga í Hafnarfirði í fyrsta sinn árið 2000. Þátttakendur í þessu framtaki sem þótti gefast vel voru ásamt félögum í Meistarafélaginu, Hafnarfjarðarbær og Samtök iðnaðarins. Þar var bæjarbúum sem og öðrum áhugasömum m. a. gefinn kostur á að kynna sér umsvif og framkvæmdir sem hafnfirskir iðnmeistarar stóðu að á þeim tíma sem og hafnfirsk fyrirtæki í hinum ýmsu iðngreinum og verktakastarfsemi. Byggingadagar voru síðan endurteknir árin 2005 og 2006 en til þeirra hefur ekki verið efnt síðan.