19. SKEMMTINEFND
Ein virkasta nefndin í Meistarafélagi iðnaðarmanna í Hafnarfirði um langt skeið hefur verið skemmtinefnd félagsins. Hún hefur staðið fyrir föstum liðum í starfi sínu sem heita má að séu orðnir sígildir og njóta ávallt vinsælda. Árshátíð félagsins er haldin ár hvert og hafa þær jafnan þótt hinar bestu og eftirminnilegustu skemmtanir þar sem engu er til sparað. Þá hafa all reglulega verið farnar skoðunar- og kynnisferðir í fyrirtæki og á virkjanasvæði svo að fátt eitt sé nefnt. Síðast en ekki síst hefur árleg golfkeppni MIH fest sig í sessi. Hún var fyrst haldin skömmu eftir 1990 og er alltaf vinsæl.
Heimsókn í Hörpu, haustferð 2010 Golfmót 2016 Árshátíð 2009