Aðalfundur og árshátíð MIH 18. febrúar 2017 - Takið daginn frá
Stjórn og skemmtinefnd MIH hefur ákveðið að STÓRI dagur félagsins 2017, aðalfundur og árshátíð, verði laugardaginn 18. febrúar.
Vegna mikillar aukningar ferðamanna var ekki mögulegt að fá gistingu þennan dag þrátt fyrir mikla leit. Þó er rétt að benda á að örfá herbergi eru laus á árshátíðarstað og verða félagsmenn sjálfir að hafa samband við Hótel Natura og panta ef áhugi er fyrir því að verða sér út um herbergi. Af þessum sökum verður fyrirkomulag dagsins með breyttu sniði frá síðustu árum.
Fyrirkomulag dagsins verður þannig:
-
Aðalfundurinn verður haldinn í GOLFSKÁLA KEILIS í Hafnarfirði, kl. 11.30 verður félagsmönnum boðið uppá BRUNCH og kl. 13.00 hefjast hefðbundin aðalfundarstörf.
-
Árshátíð félagsins verður haldin sama dag á Hótel Natura.
Frekari upplýsingar verða sendar félagsmönnum þegar nær dregur.