Golfmót MIH var haldið í Borgarnesi 19. júní
Þá er fjórtánda golfmóti MIH lokið. Það ótrúlega gerðist að eitthvað klikkuðu veðurguðirnir að þessu sinni. Þótt í raun sé ekki ástæða til að kvarta yfir veðrinu, voru léttar skúrir og smá gjóla, en SÓL og blíða síðustu ár og reiknuðu flestir með að svo yrði einnig nú.
Þá er fjórtánda golfmóti MIH lokið. Það ótrúlega gerðist að eitthvað klikkuðu veðurguðirnir að þessu sinni. Þótt í raun sé ekki ástæða til að kvarta yfir veðrinu, voru léttar skúrir og smá gjóla, en SÓL og blíða síðustu ár og reiknuðu flestir með að svo yrði einnig nú. Eins og svo víða á landinu kom golfvöllurinn ekki vel undan vetri en þátttakendur létu það ekki trufla sig. MIH vill þakka fyrir einstaklega góðar móttökur og þjónustu.
Félagið hefur haft að leiðarljósi að vera ekki alltaf með mótið á sama velli og hefur félagsmönnum líkað það fyrirkomulag vel.
Ekki er hægt að sleppa að geta þess að ánægjulegt var hversu mikið auðveldara var að afla styrkja nú en undanfarin ár. Vonandi er það vísbending um að bjartari tíð sé framundan í byggingargeiranum. Öllum styrktaraðilum var gerð góð skil á mótsstað og þeim hampað í hvívetna.
Öllum styrktaraðilum er þakkað fyrir þeirra framlag.
Úrslitin í mótinu urðu þau að:
- sæti Guðjón Snæbjörnsson og Björn Guðjónsson með 37 punkta.
- sæti urðu Sófus Berthelsen og Sigurður Aðalsteinsson einnig með 37 punkta (Guðjón og Björn voru með fleiri punkta seinni 9)
- sæti Jónas Sigurðsson og Jónas Kristófersson 39 punkta.
Nándarverðlaun voru veitt á öllum par þremur brautum og það voru eftirtaldir einstaklingar
á 2. braut Sigurður Oddsson
á 8. braut Guðjón Snæbjörnsson
á 10. braut Ágúst Þórðarson
á 14. braut Jónas Sigurðsson
á 16. braut Jón Þórðarson
Að loknum hefðbundnum verðlaunaafhendingum var dregið úr skorkortum og er þessi viðburður oftar en ekki það sem vekur mesta gleði og varð engin breyting á því að þessu sinni.
Skemmtinefnd MIH þakkar bæði þátttakendum og velunnurum félagsins kærlega fyrir þeirra þátt í að gera þennan dag einstaklega ánægjulegan.