Súpufundur MIH fimmtudaginn 22. nóvember 2012
Súpufundur verður haldinn í Haukahúsinu á Ásvöllum fimmtudaginn 22. nóvember kl. 11.30 til kl. 13.00.
Eins og ávallt byrjum við á að fá okkur léttan hádegisverð kl. 11.30 og eftir að félagsmenn eru sestir að snæðingi hefjum við dagskrá.
Gestur fundarins að þessu sinni verður bæjarstjóri okkar, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir. Ég reikna með að hún muni taka með sér á fundinn þá starfsmenn sem koma að byggingar- og framkvæmdamálum bæjarins.
Umræðuefnið verður:
Hvað ætla bæjaryfirvöld að gera til að koma byggingageiranum í Hafnarfirði í gang?
Verða einhverjar breytingar með tilkomu nýs bæjarstjóra?
Hvaða framkvæmdir eru fyrirhugaðar, bæði viðhalds- og nýframkvæmdir?
Skipulagsmál.
Lóðaverð er enn allt of hátt að mati MIH, er fyrirhugað að lækka lóðaverð?
Hvað er að frétta af nýjum jarðvegstipp?
Nú er tækifærið til að spyrja allra þeirra spurninga sem brenna á félagsmönnum hvort sem það snýr að bæjaryfirvöldum nú eða félaginu sjálfu.
Fjölmennum nú góðir félagar, sýnum samstöðu og samstarfsvilja. Gerum sterkt félag enn sterkara.