Mikilvægi löggiltra iðngreina er mikið

28. nóv. 2024

Á formannafundi allra meistarafélaga, fyrr í mánuðinum ,var lögð sérstök áherslu á að vekja máls á mikilvægi löggiltra iðngreina nú í aðdraganda kosninganna og munum við fylgja því eftir þegar ný ríkisstjórn hefur tekið við.

Það er nauðsynlegt að halda umræðunni á lofti til að gæta réttinda okkar.

Það er von okkar að sem flestir deili þessu góða efni sem víðast. Þetta eru áherslumál allra meistarafélaga á Íslandi.

Hér að neðan er að finna samantekt á greinum og fréttum sem við biðjum ykkur að deila sem víðast.

Árangur og áskoranir í iðnmenntun“: https://www.si.is/frettasafn/arangur-og-askoranir-i-idnmenntun

Lögvernduð starfsheiti hársnyrta- og snyrtifræðinga vottuð á Noona“: https://www.si.is/frettasafn/logverndud-starfsheiti-harsnyrta-og-snyrtifraedinga-vottud-a-noona

Flokkarnir boða áframhaldandi stuðning við iðn- og tækninám“: https://www.si.is/frettasafn/flokkarnir-boda-aframhaldandi-studning-vid-idn-og-taekninam

Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina“: https://www.visir.is/g/20242650161d/ny-rikisstjorn-styrki-meistarakerfi-loggiltra-idngreina

Kosningafundur SI og áherslumál: https://www.si.is/frettasafn/kosningafundur-si-fyrir-fullum-sal-i-silfurbergi-i-horpu

Að lokum er ánægjulegt að upplýsa ykkur um að Félag íslenskra snyrtifræðinga hefur unnið að lausn í samvinnu við Noona bókunarþjónustu um að koma á vottun á lögvernduðum starfsheitum hjá Noona. Afraksturinn hefur nú litið dagsins ljós og stendur þjónustuveitendum í hársnyrtingu og snyrtifræði sem nota Noona til boða að sækja um vottun á lögvernduðum starfsheitum sínum. Þetta er gríðarlega mikilvægt þar sem lausnin eykur sýnileika og auðveldar neytendum að taka upplýsta ákvörðun um val á veitendum þjónustu. 

Þá var Kozmoz appið stofnað til að veita húseigendum greiðara aðgengi að fagfólki í mannvirkjagerð og hafa unnið í þarfagreiningu í samvinnu við meistarafélög. Eingöngu aðilar með skráðan rekstur og tilskilin réttindi (sveinspróf og meistarapróf) geta skráð sig í bókunarþjónustuna. Eykur þetta sýnileika fagfólks og styður við neytendaöryggi. Nú þegar hafa fyrirtæki skráð sig í Kozmoz appið og nota það við utanumhald verkefna, t.d. til að skoða teikningar af byggingum sem sóttar eru sjálfkrafa til sveitarfélaga, skrá vinnutíma og senda vinnuskýrslur til bókara og/eða viðskiptavina. Kozmoz hefur þegar haldið fundi fyrir meistarafélög innan raða SI og munu halda áfram að þróa lausnir fyrir fyrirtæki í mannvirkjaiðnað.

Við fögnum sannarleg auknum sýnileika á fagmenntuðu fólki í iðngreinum sem styður við öruggt val neytenda.