Meistaramóti MIH í golfi lokið
Golfmót MIH var haldið í Vestmannaeyjum 29. júní síðastliðinn
Átjánda Meistaramót MIH í golfi var haldið í Vestmannaeyjum 29. júní síðastliðinn. Nánast alltaf hefur veðrið verið gott þegar þetta mót hefur verið haldið og var engin undantekning nú. Þótt ótrúlegt sé var einungis smá úrkoma á fyrstu tveimur brautunum og síðan ekki söguna meir. Hlýtt var í veðri og logn, nokkuð sem þekkist ekki á Suð-Vesturlandinu þetta sumarið eins og allir vita.
Golfmót MIH var haldið í Vestmannaeyjum 29. júní síðastliðinn
Átjánda Meistaramót MIH í golfi var haldið í Vestmannaeyjum 29. júní síðastliðinn. Nánast alltaf hefur veðrið verið gott þegar þetta mót hefur verið haldið og var engin undantekning nú. Þótt ótrúlegt sé var einungis smá úrkoma á fyrstu tveimur brautunum og síðan ekki söguna meir. Hlýtt var í veðri og logn, nokkuð sem þekkist ekki á Suð-Vesturlandinu þetta sumarið eins og allir vita.
Frábær þátttaka var í mótinu enda hafa menn beðið lengi eftir því að mótið verði haldið í Vestmannaeyjum, en 50 einstaklingar spiluðu golf. Vegna slæmrar veðurspár bjóst skemmtinefnd við miklum úrskráningum en einungis fjórir afbókuðu sig og eins og áður segir var alls engin ástæða til að afskrá sig vegna þess að veðrið var í alla staði frábært.
Völlurinn í Vestmannaeyjum var í frábæru standi og í raun miklu betra standi en flestir aðrir vellir á Suð-Vesturlandinu þetta árið. Öll þjónusta á golfvellinum var frábær, maturinn með því besta sem verið hefur þannig að allt hjálpaðist að til að gera mótið frábært.
Öllum styrktaraðilum er þakkað fyrir þeirra framlag, en þeir voru margir og var þeim gerð góð skil á mótsstað.
Úrslitin í mótinu voru þau að í fyrsta sæti urðu Guðmundur Leifsson og Guðlaugur Georgsson með 41 punkt. Í öðru sæti urðu Jón Þórðarson og Hallgrímur T. Ragnarsson með 40 punkta, og í þriðja sæti urðu Jóhann Ríkharðsson og Birgir Jóhannsson með 38 punkta.
Nándarverðlaun voru veitt á 5 brautum og það voru eftirtaldir einstaklingar sem þau fengu: á 2. braut var næstur holu Magnús Þórisson, á 7. braut Guðmundur Haraldsson, á 12. braut var það Rúnar J. Árnason, á 14. braut var það Albert Einarsson og á 17. braut var Sigurfinnur Sigurjónsson næstur holu.
Síðan var dregið úr skorkortum og var mikil ánægja með vinningana sem voru fjölmargir enda kepptust styrktaraðilar við að gefa hina ýmsu nytsamlegu vinninga.
Skemmtinefnd MIH þakkar bæði þátttakendum og velunnurum félagsins kærlega fyrir þeirra þátt í að gera þennan dag einstaklega ánægjulegan.