Félagsmönnum MIH fjölgar eftir fjölmennan fund

12. nóv. 2021

Meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði, MIH, hélt fjölmennan fund á veitingastaðnum Kænunni í Hafnarfirði fyrir skömmu. Félagsmenn MIH buðu meisturum sem ekki eru nú þegar félagsmenn í meistarafélagi til fundarins. Gestir fundarins voru um 70, þar af voru um 20 utanfélags-gestir. Í lok fundar höfðu fjölmargir sótt um inngöngu í MIH.

Formaður MIH, Jón Þórðarson, bauð félagsmenn og gesti velkomna í upphafi fundar. Friðrik Ágúst Ólafsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, kynnti hvað MIH, SI og SA væri að vinna fyrir sína félagsmenn. Auk þess fór Friðrik yfir nýjustu talningu SI á íbúðum í byggingu. Ágúst Bjarni Garðarsson, forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði og nýkjörinn alþingismaður, kynnti vinnu bæjaryfirvalda við deiliskipulagsvinnu næstu byggingarsvæða í sveitafélaginu, aðallega vinnu við Ásland 4 og 5. Miklar umræður sköpuðust í kjölfar þessara kynninga.

Það kom skýrt fram í umræðum fundarins að miðað við upplýsingarnar sem komu fram í erindum hversu lítið væri verið að byggja af íbúðum í Hafnarfirði þá yrði sveitafélagið að tryggja að nægt lóðaframboð væri í boði fyrir verktaka í sveitarfélaginu. Einnig höfðu fundarmenn áhyggjur af því að ekki væri nægjanlega horft til þess að sveitafélagið bjóði verktökum uppá minni framkvæmdir, þ.e. verkefni sem væru kjörin fyrir þá meistara sem eru að hefja sinn rekstur. Það kom fram á fundinum á í dag væru nánast öll verkefni svo stór að ekki væri nokkur leið fyrir þá aðila sem eru að byrja sinn rekstur að sækjast eftir þeim. Í lok fundar var boðið uppá léttar veitingar.

20211105_18413320211105_172356