Ágúst Pétursson, formaður MIH, var meðal fyrirlesara á fjömennum fundi um gæðakerfi
Í lokaúttekt byggingarfulltrúa fari fram virkniskoðun gæðakerfis byggingarstjóra
Það var fjölmennur fundur sem Mannvirkjaráð SI og IÐAN fræðslusetur héldur í morgun í Húsi atvinnulífsins þar sem fjallað var um gæðastjórnun í byggingariðnaði þegar hátt í 100 manns mættu. Á fundinum sem er annar í fundaröð um gæðastjórnun í byggingariðnaði var fjallað um hlutverk iðnmeistara, byggingarstjóra og hönnunarstjóra út frá gæðastjórnun.
Ágúst Þór Pétursson, húsasmíðameistari hjá Mannviti, talaði um gæðakerfi SI en að jafnframt séu fleiri sem bjóða gæðakerfi. Ágúst vissi dæmi þess að fyrirtæki sem hefðu fengið vottuð sín gæðakerfi fyrir og um 2015 hefðu fengið innköllun á gæðakerfum sínum til virknisskoðunar 2016 en síðan þá hefðu engar skoðanir eða eftirlit farið fram. Það komi þó væntanlega til með að breytast frá og með áramótum við innleiðingu byggingargáttar MVS. Ágúst teiknaði upp gæðakerfi og fór yfir helstu möppur og skjöl sem hann sem byggingarstjóri þarf að hafa í sínu gæðakerfi. Hann vill að í lokaúttekt byggingarfulltrúa fari einnig fram virkniskoðun gæðakerfis byggingarstjóra því eins og staðan er í dag er þessi virkniskoðun ekki framkvæmd með reglubundnum hætti.
Hér er hægt að nálgast glærur Ágústs.